Tjarnabyggð | Selfoss
Vilt þú komast í kyrrðina og náttúruna án þess að fara of langt frá allri helstu þjónustu ?
Landheimar – Tjarnarbyggð er ný glæsileg búgarðabyggð í aðeins 6 mínútna fjarlægð frá Selfossi.
Samkvæmt aðalskipulagi er öll þjónusta veitt frá Selfoss / Árborg, skólabíll sækir og skutlar börnum heim, snjómokstur, sorphirða og tæming rotþróa svo eitthvað sé nefnt. Stutt er í sundlaugar, allar helstu verslanir, sjúkrahús, golfvelli og ýmsa aðra þjónustu.
Svæðið er kjörið fyrir þá sem vilja hafa rými og frið til að rækta áhugamál sín eða starfsemi í fallegu umhverfi.
Hægt er að velja um tvennskonar stærðir af húsum;
- 265 m2 með 5 herbergjum.
- 185 m2 með 3 – 4 herbergjum.
Húsin skilast rúmlega tilbúin til innréttinga með uppsettri verönd og tyrfðri lóð. Þau munu standa á einstökum lóðum sem eru breytilegar að stærð en flestar eru u.þ.b. 1 ha. Lóðir sem liggja að aðalvegi og útjaðri svæðisins eru yfirleitt töluvert stærri en 1 ha. Skemmtilegar reiðleiðir eru um allt svæðið samkvæmt deiliskipulagi.
Öllum lóðum fylgja auknar byggingarheimildir sem ekki þarf að borga gatnagerðargjöld af, en í deiliskipulagi Tjarnabyggðar segir:
„Heimilt er að byggja íbúðarhúsnæði allt að 1000 m2 að brúttófleti auk þeirra útihúsa sem fylgja starfsemi sem fram fer á lóðinni, en skulu útihús og íbúðarhús þó aldrei vera stærri en 1.500 m2 samtals að brúttófleti. Þannig geta útihús verið stærri en 500 m2 þegar íbúðarhúsnæðið er minna en 1000 m2. Hús skulu að öllu leyti standa innan byggingarreits.“
Einstakt svæði fyrir hestamenn! Tjarnarbyggð býður upp á rúmgóðar lóðir með miklum möguleikum til útihúsa og frístundabúskapar. Svæðið er skipulagt með reiðleiðir í huga, sem gera það að draumastað fyrir þá sem elska að vera í nánu sambandi við náttúruna og hestamennskuna.
Fullkomin aðstaða fyrir sköpun! Tjarnarbyggð er rólegt og fagurt umhverfi sem veitir næði og innblástur til listsköpunar. Stórar lóðir og auknar byggingarheimildir bjóða upp á fjölbreytta möguleika fyrir vinnustofur, sýningarrými eða annað skapandi starf.
Leyfileg starfsemi í búgarðabyggð:
Í deiliskipulagi Tjarnabyggðar kemur m.a. fram að í búgarðabyggð skuli fyrst og fremst gera ráð fyrir íbúðarhúsnæði auk útihúsa. Heimiluð er ýmis létt atvinnustarfsemi tengd landbúnaði án þess að um sé að ræða hefðbundinn búskap, heldur frístundabúskapur með takmörkuðum fjölda húsdýra í samræmi við stærð einstakra lóða. Þar má vera með bændagistingu og fjölbreytt dýrahald og ræktun. Leigja má út gróðurreiti fyrir matjurta– eða skólagarða, vinna við tamningar, reka reiðskóla og ýmsa fræðslustarfsemi og námskeiðahald um ræktun, náttúru, gróður, meðferð og umönnun dýra.
Í búgarðabyggð má þó einnig gera ráð fyrir starfsemi sem eðlilegt er að þar sé til þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, s.s. verslunum, hreinlegum iðnaði, handiðnaðarfyrirtækjum, þjónustustarfsemi og leiksvæðum, eða annarri starfsemi sem hvorki verður ætlað að muni valda óþægindum vegna lyktar, hávaða, óþrifnaðar eða sjónmengunar (t.d. bílapartasala) né dragi að sér óeðlilega mikla umferð.
Svæðið er ætlað fyrir heilsársbyggð og því er ekki heimilað að reisa frístundahús þar.
Aðeins 6 mínútur frá Selfossi, þar sem öll þjónusta er innan seilingar, eins og veitingastaðir, menningarlíf og ýmis afþreying sem gerir lífið þægilegt og auðvelt.
Samkvæmt aðalskipulagi er öll þjónusta veitt frá Selfoss / Árborg, skólabíll sækir og skutlar börnum heim, snjómokstur, sorphirða og tæming rotþróa svo eitthvað sé nefnt. Stutt er í sundlaugar, allar helstu verslanir, sjúkrahús, golfvelli og ýmsa aðra þjónustu.
LÓÐ/HÚS
SVÆÐI
STÆRÐ
HEILDARBYGGINGARHEIMILDIR
HERBERGI
VERÐ MEÐ LITLU HÚSI
VERÐ MEÐ STÓRU HÚSI
1. Norðurslóð 2
1
263.6 ㎡
1500 ㎡ | Íbúðarhús & útihús ㎡
5
-
134.900.000 kr.
2. Norðurslóð 4
1
263.6 ㎡
1500 ㎡ | Íbúðarhús & útihús ㎡
5
-
134.900.000 kr.
3. Norðurslóð 6
1
185.2-263.6 ㎡
1500 ㎡ | Íbúðarhús & útihús ㎡
3-5
108.900.000 kr.
129.500.000 kr.
4. Norðurslóð 8
1
185.2-263.6 ㎡
1500 ㎡ | Íbúðarhús & útihús ㎡
3-5
108.900.000 kr.
129.500.000 kr.
5. Norðurslóð 10
1
185.2-263.6 ㎡
1500 ㎡ | Íbúðarhús & útihús ㎡
3-5
108.900.000 kr.
129.500.000 kr.
6. Norðurslóð 12
1
185.2-263.6 ㎡
1500 ㎡ | Íbúðarhús & útihús ㎡
3-5
108.900.000 kr.
129.500.000 kr.
Sveitarfélagið
Sveitarfélagið Árborg býður upp á fjölbreytta þjónustu öflugt menntakerfi og frábæra aðstöðu fyrir fjölskyldur og einstaklinga. Selfoss er ört vaxandi bær með verslun, menningu og afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Í Árborg er stutt í fallega náttúru sem gerir svæðið að frábærum stað fyrir alla sem vilja sameina gæði og ró sveitalífsins við þægindi nútímans.
Landheimar byggja glæsilega búgarðabyggð í fjórða áfanga Tjarnarbyggðar sem er í sex mínútna fjarlægð frá Selfossi.
Samkvæmt aðalskipulagi er öll þjónusta veitt frá Árborg. Skólabíll ekur börnum í og úr skóla. Einnig annast Árborg til dæmis snjómokstur, sorphirða og tæming rotþróa.